Íslenska


Ég þýði fyrir þig með nákvæmni og natni texta úr íslensku yfir á eftirfarandi tungumál:Enska

Þýska

Þýðingar


Sem Masterclass- og ástríðuprjónari þýði ég fyrir þig af alúð og með nákvæmni handavinnuuppskriftir úr íslensku yfir á þýsku og ensku. Hugsaðu til allra ferðamannanna, sem koma til landsins og vilja gjarnan taka með sér heim garn og íslenska hönnun!

Ég sé um að laga textann og setja hann fallega upp, breyti og bæti við myndum eftir þörfum og geng frá öllum lausum endum fyrir þig.

Þannig færðu afhenta tilbúna PDF skrá, sem þú getur strax útgefið á netinu, prentað út eða sent í tölvupósti.


"Samstarfið hefur verið rosalega skemmtilegt og hnitmiðað, þar sem Elena er þægileg í samskiptum, skörp og drífandi. Hún aðstoðaði mig mjög vel við að orða uppskriftina á þýsku, og þýddi hana svo yfir á ensku. Tölvupóstsamskiptin voru fljótleg og hún breytti skjalinu undir eins samkvæmt mínum óskum um orðaval og útlit.

Niðurstaðan er til fyrirmyndar: bæði enska og þýska uppskriftin hitta algjörlega í mark.

Ég mæli heilshugar með þjónustu Elenu."

Bärbel Salet - VerstrickteKunst.de

Námskeið í prjóntækni


Kannastu við "seinni sokks sjúkdóminn"?

Prjónaðu þá tvö eins stykki samtímis!

Ég kem gjarnan til þín í prjónahópinn (4-8 manns) og kenni afmarkað efni skv. óskum þátttakenda, m.a.:


tvöfalt prjón;

stuttar umferðir;

peysur frá hálsmáli niður;

sokkar frá tánum upp;

hanna þitt eigið munstur;

...og margt fleira!